Matthildur (tjara) wrote in 400words,
Matthildur
tjara
400words

Ununderstandable

Was on a bit of a downer regarding inspiration and ability tonight so I decided to skip English this time around. Not planning to make a habit of it, not on here, haha.Það var vindstrekkingur í dalnum og laufin á hríslunum skulfu og nötruðu með. Jarpa merin hafði dregið sig frá stóðinu og neðar þar sem jörðin var sléttari. Hún sló taglinu í gríð og erg og var mjög óróleg. Henni leið illa í vindinum þar sem hún gat ekki verið viss um að vita hvort einhver læddist upp að henni, en náttúran var vilja hennar yfirsterkari. Ófætt folald hennar var við það að koma í heiminn og það skeytti ekki mikið um tíma né veður. Merin, Alda, fann þó ágætis stað sem veitti skjól af trjánum og kraup á kné sér um leið og hún lagðist niður á iðagræna jörðina. Hún var sjóuð í folaldseignum og hafði fætt þónokkur um æfina. Þar af leiðandi tók það fljótt af að kasta smágerðu merfolaldinu. Alda leyfði sér að liggja fyrst um sinn þó hún væri fljót að teygja sig í átt að litlu dótturinni til þess að kara hana og losa hana við fylgjuna. Hún var blaut og ræfilsleg, en fór fljótt að sýna á sér lit í viðleytni til þess að rísa á fætur. Alda gamla stóð þá sjálf upp og hélt áfram að kara folaldið. Sú stutta undi því vel og efldist við hverja þá stund sem leið og reyndi að koma fótunum undir sig sem mest hún mátti. Hún var næstum eins og lappalöng kónguló sem vissi ekkert hvað hún ætti að gera við þessa löngu stilka sem fæturnir á henni voru. En smátt og smátt með dyggum stuðningi móður sinnar klóraði hún sig upp á lappirnar. Hún var óstöðug og hrasaði einu sinni en var fljót að hífa sig aftur upp og tókst þá að finna spena undir kviði Öldu til þess að teyga mjólkina af áfergju.

Ösp var ekki alveg að treysta löppunum til fulls enn, en vildi alls ekki vera skilin eftir ein svo hún gerði sitt besta til að fylgja móður sinni. Henni leist samt ekki á blikuna þegar móðir hennar fór yfir trjágróður sem að Ösp litlu leist alls ekki á. Hún hnusaði þau varlega áður en hún gerði sitt allra besta til þess að herma eftir móður sinni til að komast yfir birkið en tókst ekki betur til en að lappirnar flæktust í gróðrinum og hún steyptist inn í það. Óttaslegin, þá barðist hún á móti og spyrnti sér við af alefli og í átt að Öldu sem stóð stutt frá. Ösp nánast flaug á hausinn um leið og hún slapp úr gróðrinum en var svo æst að hún tók strax af stað sprettinn til Öldu. Hún fann hana ýta við sér til að örva hana eftir slaginn við birkitréð og hélt svo áfram göngunni. Ösp var fljót að gleyma hraförum sínum því það var svo margt að sjá og skoða! Hún hentist um hingað og þangað, þó aldrei mjög langt frá móður sinni.Prompts:

Car breakdown

"I think I have a stalker!"
Subscribe
  • Post a new comment

    Error

    default userpic
    When you submit the form an invisible reCAPTCHA check will be performed.
    You must follow the Privacy Policy and Google Terms of use.
  • 1 comment